„Ég finn fyrir miklum kvíða“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 23:26 Hús Þorgerðar hefur orðið fyrir skemmdum vegna skjálftanna en hún sjálf upplifir mikið óöryggi og kvíða vegna þeirra. Samsett/Einar Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Herdísi Elíasdóttur, Grindvíking, sem hefur fengið sig fullsadda af skjálftunum á svæðinu. Hún segir fleiri íbúa Grindavíkur upplifa sama óöryggi. Klippa: Skjálftarnir valdi kvíða og óöryggi Geturðu aðeins sagt okkur frá þessu ástandi sem er búið að vera síðasta sólarhringinn og hvernig þú hefur fundið fyrir því? „Ég hef fundið svolítið mikið fyrir því, núna síðan í gærkvöldi. Þá kom þessi fyrsti sem ég fann. Mér var svona illa brugðið vegna þess að ég hugsaði bara ég er ekki að nenna þessu einu sinni enn. Svo var þetta í nótt og þetta var í morgun.“ „En mér fannst þeir vera svo skrítnir núna, mér fannst þeir vera allt öðruvísi. Þetta voru ekki svona högg heldur var þetta eins og húsið ruggaði allt. Þetta var mjög skrítið,“ segir hún. „Verð ég hérna í haust?“ Þorgerður segir skjálftana ekki venjast og í fyrra hafi steinsteypa sprungið utan af húsi hennar vegna skjálftanna. Hún hafi ætlað að láta gera við sprungurnar en veltir fyrir sér hvort það þýði eitthvað á meðan ástandið er svona. Er þetta eitthvað sem venst? „Ég get aldrei vanist þessu,“ segir hún og bætir við að þetta sé „alltaf jafn óþægilegt.“ „Þó þetta standi í hvert skipti bara í örfáar sekúndur þá finnst mér þetta alltaf standa mjög lengi.“ Hús Þorgerðar er illa leikið eftir skjálftana sem hafa riðið yfir á Reykjanesskaga undanfarin tvö ár.Vísir/Einar Þetta er búið að hafa mikil áhrif. Geturðu sagt okkur frá þessum skemmdum? „Það var fyrir fyrra gosið, þá gekk nú mikið á hérna. Þá voru að losna úr veggnum hérna fyrir neðan steypuklumpar, þeir bara hrundu úr. Þannig það eru bara holur eftir. Ég ætla að fara að láta gera við þetta, ég er búin að fá tilboð í þetta núna í haust,“ segir hún. „En svo er ég farin að hugsa þýðir það eitthvað? Verð ég hérna í haust? Hvernig verður þetta umhverfi í haust? Ég veit það ekki.“ Á erfitt með svefn og finnur fyrir kvíða Þorgerður segist finna fyrir kvíða og óöryggi vegna ástandsins. Henni líði illa þegar hún er ekki heima hjá sér af því þá óttist hún um heimilið og þegar hún er heima hjá sér er hún milli vonar og ótta að bíða eftir næsta hristingi. Finnurðu fyrir kvíða vegna þessa ástands? „Ég finn fyrir miklum kvíða. Þetta er svo skrítin tilfinning. ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta hræðslu en mér finnst svo mikið óöryggi. Mér líður illa þegar ég er ekki heima af því þá veit ég ekki hvað er að ske á heimilinu mínu. Og mér líður líka illa heima hjá mér af því þá er ég alltaf að bíða eftir þessum hristing,“ segir hún. Þorgerður finnur fyrir kvíða og óryggi og á erfitt með svefn vegna skjálftanna.Vísir/Einar Þú sagði mér áðan að þú ættir erfitt með að sofa. „Ég á mjög erfitt með að sofa. Þegar þetta er að vekja mig, þessi skjálftar, þá er ég bara ekkert að sofna aftur næstu klukkutímana,“ segir hún. Heldurðu að það séu margir bæjarbúar að upplifa þetta? „Já, ég veit um þó nokkra sem líður eins og mér líður. Það er þetta óöryggi, þessi hræðsla og þessi vonda tilfinning. Þessi vonda spenna sem kemur í mann er virkilega vond. Ykkur finnst þetta þá ekki spennandi aðstæður? „Nei, ég vildi svo vera laus við þetta.“ „Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega“ Þorgerður er ekki svo viss að það fari að gjósa strax næstu vikuna. En það muni þó gerast innan ekki svo langs tíma. Hún segir það í góðu lagi að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Þorgerður ræðir við fréttamann Stöðvar 2 um skjálftanaVísir/Einar Áttu von á því að það byrji að gjósa hvað úr hverju? „Ekkert endilega strax. En ég held að það gerist innan ekkert langs tíma. Svona miðað við hvað við höfum þurft að hristast mikið áður en það gaus í hin skiptin þá er ég ekkert endilega viss um að það gerist eitthvað næstu vikuna,“ segir hún. Heldurðu að þú munir finna fyrir ákveðnum létti þegar það byrjar að gjósa? „Ef að skjálftarnir hætta sem þeir hafa gert í hin skiptin,“ segir hún. „Svo lengi sem þetta er ekki hérna nær okkur. Ef þetta kemur á óskastaðnum þarna eins og síðast og þarsíðast þá er þetta í góðu lagi. Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Herdísi Elíasdóttur, Grindvíking, sem hefur fengið sig fullsadda af skjálftunum á svæðinu. Hún segir fleiri íbúa Grindavíkur upplifa sama óöryggi. Klippa: Skjálftarnir valdi kvíða og óöryggi Geturðu aðeins sagt okkur frá þessu ástandi sem er búið að vera síðasta sólarhringinn og hvernig þú hefur fundið fyrir því? „Ég hef fundið svolítið mikið fyrir því, núna síðan í gærkvöldi. Þá kom þessi fyrsti sem ég fann. Mér var svona illa brugðið vegna þess að ég hugsaði bara ég er ekki að nenna þessu einu sinni enn. Svo var þetta í nótt og þetta var í morgun.“ „En mér fannst þeir vera svo skrítnir núna, mér fannst þeir vera allt öðruvísi. Þetta voru ekki svona högg heldur var þetta eins og húsið ruggaði allt. Þetta var mjög skrítið,“ segir hún. „Verð ég hérna í haust?“ Þorgerður segir skjálftana ekki venjast og í fyrra hafi steinsteypa sprungið utan af húsi hennar vegna skjálftanna. Hún hafi ætlað að láta gera við sprungurnar en veltir fyrir sér hvort það þýði eitthvað á meðan ástandið er svona. Er þetta eitthvað sem venst? „Ég get aldrei vanist þessu,“ segir hún og bætir við að þetta sé „alltaf jafn óþægilegt.“ „Þó þetta standi í hvert skipti bara í örfáar sekúndur þá finnst mér þetta alltaf standa mjög lengi.“ Hús Þorgerðar er illa leikið eftir skjálftana sem hafa riðið yfir á Reykjanesskaga undanfarin tvö ár.Vísir/Einar Þetta er búið að hafa mikil áhrif. Geturðu sagt okkur frá þessum skemmdum? „Það var fyrir fyrra gosið, þá gekk nú mikið á hérna. Þá voru að losna úr veggnum hérna fyrir neðan steypuklumpar, þeir bara hrundu úr. Þannig það eru bara holur eftir. Ég ætla að fara að láta gera við þetta, ég er búin að fá tilboð í þetta núna í haust,“ segir hún. „En svo er ég farin að hugsa þýðir það eitthvað? Verð ég hérna í haust? Hvernig verður þetta umhverfi í haust? Ég veit það ekki.“ Á erfitt með svefn og finnur fyrir kvíða Þorgerður segist finna fyrir kvíða og óöryggi vegna ástandsins. Henni líði illa þegar hún er ekki heima hjá sér af því þá óttist hún um heimilið og þegar hún er heima hjá sér er hún milli vonar og ótta að bíða eftir næsta hristingi. Finnurðu fyrir kvíða vegna þessa ástands? „Ég finn fyrir miklum kvíða. Þetta er svo skrítin tilfinning. ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta hræðslu en mér finnst svo mikið óöryggi. Mér líður illa þegar ég er ekki heima af því þá veit ég ekki hvað er að ske á heimilinu mínu. Og mér líður líka illa heima hjá mér af því þá er ég alltaf að bíða eftir þessum hristing,“ segir hún. Þorgerður finnur fyrir kvíða og óryggi og á erfitt með svefn vegna skjálftanna.Vísir/Einar Þú sagði mér áðan að þú ættir erfitt með að sofa. „Ég á mjög erfitt með að sofa. Þegar þetta er að vekja mig, þessi skjálftar, þá er ég bara ekkert að sofna aftur næstu klukkutímana,“ segir hún. Heldurðu að það séu margir bæjarbúar að upplifa þetta? „Já, ég veit um þó nokkra sem líður eins og mér líður. Það er þetta óöryggi, þessi hræðsla og þessi vonda tilfinning. Þessi vonda spenna sem kemur í mann er virkilega vond. Ykkur finnst þetta þá ekki spennandi aðstæður? „Nei, ég vildi svo vera laus við þetta.“ „Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega“ Þorgerður er ekki svo viss að það fari að gjósa strax næstu vikuna. En það muni þó gerast innan ekki svo langs tíma. Hún segir það í góðu lagi að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Þorgerður ræðir við fréttamann Stöðvar 2 um skjálftanaVísir/Einar Áttu von á því að það byrji að gjósa hvað úr hverju? „Ekkert endilega strax. En ég held að það gerist innan ekkert langs tíma. Svona miðað við hvað við höfum þurft að hristast mikið áður en það gaus í hin skiptin þá er ég ekkert endilega viss um að það gerist eitthvað næstu vikuna,“ segir hún. Heldurðu að þú munir finna fyrir ákveðnum létti þegar það byrjar að gjósa? „Ef að skjálftarnir hætta sem þeir hafa gert í hin skiptin,“ segir hún. „Svo lengi sem þetta er ekki hérna nær okkur. Ef þetta kemur á óskastaðnum þarna eins og síðast og þarsíðast þá er þetta í góðu lagi. Þá vil ég að þetta fari að gubbast upp fljótlega.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira