Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:21 Björgunarsveitir að störfum í Lviv í dag. Gríðarlegar skemmdir urðu á um 30 byggingum í eldflaugaárás Rússa á borgina. AP/Mykola Tys Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01