„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 09:51 Birgir Jónsson, forstjóri Play, er ánægður með árangurinn í júní. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira