„Verðum að fara nýta færin betur“ Hinrik Wöhler skrifar 8. júlí 2023 17:16 Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfarateymi Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af. „Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira