Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Eiður Þór Árnason skrifar 10. júlí 2023 07:00 Bannað er fara út í sjóinn við Reynisfjöru en erfitt er að framfylgja reglunni. Aðsend Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira