Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna líkamsárásar og eignarspjalla í Mosfellsbæ, þar sem einn var handtekinn. Þá var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi en þau voru yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang.
Á Seltjarnarnesi var skemmdarvargur í annarlegu ástandi handtekinn vegna eignaspjalla og í miðborginni var ökumaður handtekinn sem reyndist verulegar ölvaður.
Tveir voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar eftir árekstur bifreiðar og vespu í Breiðholti.