Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar

Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið.
Tengdar fréttir

Lífsverk seldi í Kerecis rétt fyrir risasölu upp á 180 milljarða
Lífeyrissjóður Verkfræðinga, sem forstjóri og stofnandi Kerecis gagnrýnir harðlega fyrir að hafa sett sig ítrekað upp á móti kaupréttaráætlun félagsins, losaði um hlut sinn skömmu áður en fyrirtækið var selt til alþjóðlegs heilbrigðisrisa í lok síðustu viku fyrir nærri 180 milljarða. Tveir aðrir lífeyrissjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahópinn í fyrra, tvöfölduðu fjárfestingu sína í Kerecis á innan við einu ári.