Afturelding er með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta og getur stigið enn eitt skrefið í átt að Bestu deildinni með heimasigri á Þrótti annað kvöld.
Næsti leikur á Malbikstöðinni á Varmá!
— Afturelding (@umfafturelding) July 10, 2023
Miðvikudagur klukkan 19:15
Afturelding - @throtturrvk
Hægt að fá alvöru tattú í stúkunni
Nýju KALEO treyjurnar og fleira í Afturelding megastore
Áfram Afturelding! pic.twitter.com/oEV9U5QoKN
Á hverjum heimaleik meistaraflokks karla í Aftureldingu er boðið upp á skemmtilega og öðruvísi upplifun fyrir áhorfendur og á leiknum gegn Þrótti R. verður hægt að fá sér tattú á meðan viðkomandi horfir á leikinn.
Tattúin sem eru í boði má sjá hér á myndinni fyrir neðan sem og verðin.
Jón Þór Ísberg, húðflúrari, verður með græjurnar með sér og fólk getur fengið tattú á meðan horft er á leikinn. Tattúin sem eru í boði tengjast að sjálfsögðu Aftureldingu og Mosfellsbæ.