Fjárfesting í erlendum verðbréfum bætir ávöxtun en vægi þeirra hefur verið of lítið

Erlend verðbréf, sem skráð eru í kauphöll, bæta sögulegt hlutfall ávöxtunar og áhættu fyrir íslenska fjárfesta, eins og til dæmis lífeyrissjóði. Vægi erlendra eigna í innlendum eignasöfnum hefur verið of lítið, segir í nýrri rannsókn.