„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 22:46 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. vísir „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni. Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni.
Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira