Eignin er sannkölluð hönnunarperla þar sem innanhúshönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttur, betur þekkt sem Sæja, endurhannaði húsið í samstarfi við Elmu árið 2019. Innréttingar úr dökkri eik, marmari auk einstakra smáatriða mynda fallegt flæði á milli rýma.
Elma var gestur í þættinum Heimsókn í fyrra þar sem hún sagði fjölmiðlamanninum Sindra Sindrasyni frá ferlinu.
Sérhannaðar innréttingar og marmari
Húsið eru rúmir 220 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Samtals eru fjögur svefnberberbergi og tvö baðherbergi.
Á efri hæðinni er stórt og opið rými þar sem eldhús og stofa flæða í eitt.
Eldhúsinnréttingin er úr dökkbæsaðri eik með góðu skápaplássi og stórri eyju. Í tækjaskáp voru settar marmaraflísar og notalega lýsingu sem setur punktinn yfir i-ið á rýmið.
Frekari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






Framkvæmdaglöð hjón
Fjölskyldan hyggst halda sér í sömu götu og hafa fest kaup á húsi við Grundarsmára 6. Húsið eru tæpir 300 fermetrar að stærð en ástæða flutningana er að þau vildu stækka við sig.
Að sögn Elmu ætla hjónin í meiriháttar framkvæmdir á nýju eigninni.