Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 10:54 Jakob Vegerfors náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast. Jakob Vegerfors/Madeleine Marie Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. „Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
„Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira