Hemjum hamfarahamingjuna Arnar Már Ólafsson skrifar 13. júlí 2023 15:01 Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun