Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 19:45 Allar líkur eru á að hópsmitið sé að rekja til veitingastaðarins Hamborgarafabrikkunnar. Hamborgarafabrikkan Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal
Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50