Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 15:04 Skúli Mogensen er þakklátur fyrir tíma sinn í Hvammsvík. Vísir/Vilhelm Sjóböðin við Hvammsvík eru eins árs og verður boðið upp á dagskrá um helgina í tilefni af því. Eigandi þeirra Skúli Mogensen segist mæla með útivist og líkamlegri vinnu fyrir alla sem upplifi hverskyns áföll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvammsvíkinni eftir framkvæmdir þar. Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári: Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári:
Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent