Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2023 15:51 Karl hefur dvalið í Úkraínu síðastliðinn hálfa mánuð ásamt Irynu, konunni sinni. Þau stefna á að dvelja þar í hálfan mánuð í viðbót. Karl Garðarsson Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira