Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 16. júlí 2023 20:51 Guðjón Pétur Lýðsson lék á sínum tíma með ÍBV en leikur í dag með Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. „Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
„Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn