Nánar tiltekið strandaði skipið í Látravík við Hornbjargsvita. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir þetta í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá.
„Tveir björgunarbátar voru sendir út, annars vegar frá Ísafirði og Bolungarvík. Það var aldrei talin nein hætta á ferðum en skipið virðist stranda við að setja farþega í land.“ segir Jón Þór sem hefur ekki nánari upplýsingar um ástæður þess að skipið strandaði, né stærð skipsins. Líklega sé um að ræða 5-10 manna hóp sem hafi verið um borð.
Rétt fyrir klukkan níu var báturinn losaður af bátnum Gísla Jóns frá Ísafirði. Skipið verður nú dregið til móts við varðskipið Þór.