Samkvæmt yfirvöldum í Japan hlaut einn rifbeinsbrot og varð fyrir biti á hendi í árás höfrungs skömmu frá Suishohama-strönd í borginni Mihama.
Sama morgunn varð annar fyrir höfrungaárás á sömu strönd og síðar um daginn var tilkynnt um tvær aðrar árásir höfrunga. Alls hafa sex slíkar árásir verið tilkynntar japönskum yfirvöldum frá áramótum, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.
Eins og áður segir eru höfrungar almennt ekki árásargjarnir en rannsóknir benda til þess að einhverjum höfrungategundum þyki það streituvaldandi að synda samhliða mönnum.