Bandarískir ferðamenn slá met Magnús Sigurbjörnsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Bandaríski dollarinn hefur svo sannarlega tekið við sér á síðustu árum og hefur verið hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að ferðast til Íslands - og svo er líka stutt flug. Í heildina eyddu erlendir ferðamenn 36 milljörðum króna á landinu í júní. Það er aukning um 26% á milli ára. Hlutur Bandaríkjamanna er tæplega 40% af eyðslu erlendra ferðamanna. Mestu er varið í gistiþjónustu af ýmsum toga en bílaleigur og veitingaþjónusta eru ekki langt undan. Við Íslendingar eyddum 94,2 milljörðum króna í mánuðinum og þar af 23 milljörðum króna í stórmarkaði og dagvöruverslanir. Til að setja þetta í samhengi, þá eyddu bandarískir ferðamenn á Íslandi í júní 2023: Meira en við Íslendingar eyddum í bensín, viðgerðir og viðhald bíla í mánuðinum (11,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar höfum eytt í lækna- og tannlæknaþjónustu það sem af er árinu (12,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar eyddum í veitingastaði, menningu- og afþreyingu í mánuðinum (11,8 ma.kr.) Meira en knattspyrnuliðið Liverpool borgaði fyrir nýjan miðjumann, Dominik Szoboszlai (10,2 ma.kr.) Um 8% af söluverði Kerecis sem var selt á dögunum til Coloplast í Danmörku (175 ma.kr.) Það má því segja að erlendir ferðamenn séu mikilvægur þáttur í íslenskri verslun og þjónustu. Í heildarveltu landsins í júni eru þeir 28% af heild. Bandarískir ferðamenn hafa ekki síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf mælingar eytt jafn miklu í einum mánuði svo það er met. Það kæmi ekki á óvart ef metið yrði slegið í júlí og ágúst líka. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). RSV tekur saman upplýsingar um kortaveltu á Íslandi og hægt er að nálgast nánara niðurbrot á www.rsv.is . Allar tölur eru á breytilegu verðlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Bandaríski dollarinn hefur svo sannarlega tekið við sér á síðustu árum og hefur verið hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að ferðast til Íslands - og svo er líka stutt flug. Í heildina eyddu erlendir ferðamenn 36 milljörðum króna á landinu í júní. Það er aukning um 26% á milli ára. Hlutur Bandaríkjamanna er tæplega 40% af eyðslu erlendra ferðamanna. Mestu er varið í gistiþjónustu af ýmsum toga en bílaleigur og veitingaþjónusta eru ekki langt undan. Við Íslendingar eyddum 94,2 milljörðum króna í mánuðinum og þar af 23 milljörðum króna í stórmarkaði og dagvöruverslanir. Til að setja þetta í samhengi, þá eyddu bandarískir ferðamenn á Íslandi í júní 2023: Meira en við Íslendingar eyddum í bensín, viðgerðir og viðhald bíla í mánuðinum (11,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar höfum eytt í lækna- og tannlæknaþjónustu það sem af er árinu (12,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar eyddum í veitingastaði, menningu- og afþreyingu í mánuðinum (11,8 ma.kr.) Meira en knattspyrnuliðið Liverpool borgaði fyrir nýjan miðjumann, Dominik Szoboszlai (10,2 ma.kr.) Um 8% af söluverði Kerecis sem var selt á dögunum til Coloplast í Danmörku (175 ma.kr.) Það má því segja að erlendir ferðamenn séu mikilvægur þáttur í íslenskri verslun og þjónustu. Í heildarveltu landsins í júni eru þeir 28% af heild. Bandarískir ferðamenn hafa ekki síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf mælingar eytt jafn miklu í einum mánuði svo það er met. Það kæmi ekki á óvart ef metið yrði slegið í júlí og ágúst líka. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). RSV tekur saman upplýsingar um kortaveltu á Íslandi og hægt er að nálgast nánara niðurbrot á www.rsv.is . Allar tölur eru á breytilegu verðlagi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun