Úrskurðurinn gildir til 15. ágúst og byggir á grundvelli almannahagsmuna.
Að sögn Eiríks Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, miðar rannsókn mjög vel og nú sé verið að safna saman allra síðustu gögnum málsins.
Þá telji lögregla sig vera komna með skýra mynd af því sem gerðist í Drangahrauni hina örlagaríku nótt.
Árásarmaðurinn á Lúx gengur laus
Eiríkur segir að svipaða sögu sé að segja af rannsókn andláts manns sem varð fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx í miðborginni aðfaranótt 24. júní síðastliðins. Lögregla telji sig með skýra mynd af atburðarrásinni.
Sá sem grunaður er um árásina var hins vegar látinn laus úr gæsluvarðhaldi tæpri viku eftir árásina