Algert samhengi er á milli þess að Rússar slitu sig frá samkomulagi um útflutning Úkraínumanna á korni og öflugra loftárása þeirra á Odessa, helstu útflutningshöfn þeirra, síðast liðna nótt, sem beindist að innviðum sem tengjast útflutningnum.
Undarleg staða er komin upp varðandi nýtt neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur eftir að bráðabirgða rými var lokað í mars. Rauði krossinn og Reykjavíkurborg undirbúa bæði nýtt rými en virðast ekki vera í neinu sambandi sín á milli.
Í fréttatímanum förum við yfir rannsóknarferlið sem farið er af stað vegna flugslyssins fyrir austan. Búast má við bráðabirgða skýrslu skýrslu eftir einn til tvo mánuði en lokaskýrsla liggur væntanlega ekki fyrir fyrr en eftir eitt til tvö ár.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.