Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 09:05 Fjöldi manna ruddu sér leið inn í sendiráðið og kveiktu í því. AP/Ali Jabar Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið.
Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira