Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár.
Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða.
Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar.

Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik.
Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum.
„Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet.
Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum.
Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur.
Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða.
Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.
— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023
Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.
Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.
En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH