Nýkominn heim frá einu Evrópumóti og strax á leiðinni á annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Tómas Valur Þrastarson í leik á móti Haukum en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá Þór undanfarin tvö tímabil. Vísir/Hulda Margrét Íslenska átján ára landslið karla í körfubolta hefur í kvöld leik á Evrópumótinu en Ísland er i b-deild í þessum aldursflokki og keppir í Matoshinos í Portúgal. Einn leikmanna liðsins er nýkominn heim af öðru Evrópumóti. Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti