Afmælisbarnið kom í veg fyrir stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:27 Daniela Solera átti stórleik í marki Kosta Ríka og kom í veg fyrir mun stærra tap. AP/John Cowpland Spænska kvennalandsliðið þykir líklegt til afreka á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og þær byrjuðu mótið afar sannfærandi. Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira