Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 17:14 Samstöðufundurinn fór fram á Austurvelli. Steingrímur Dúi Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. „Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún. Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún.
Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46