Alcaraz er á toppi heimslistans í tennis. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur Wimbledon en hann hafði áður unnið Opna bandaríska risamótið. Serbinn Novak Djokovic hafði ekki tapað leik á Wimbledon síðan 2017 áður en sigur Carlos Alcaraz gerði það að verkum að Djokovic er ekki sigursælasti tennisspilari allra tíma heldur deilir hann þeirri nafnbót með Serenu Williams.
Hinn tvítugi Alcaraz hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn. Þrátt fyrir að vera á toppi heimslistans í tennis býr hann heima hjá foreldrum sínum fyrir ofan kebab staðinn í heimalandi sínu, Spáni.
Styrktaraðilar Alcaraz eru meðal annars stórfyrirtæki á borð við Nike, Rolex, Calvin Klein, BMW og Louis Vuitton. Íbúðin sem fjölskyldan býr í er fyrir ofan kebab staðarins Turquesa í El Palmar hverfinu á suður Spáni. Íbúðin er aðeins metin á 190 þúsund Bandaríkjadali.
Wimbledon Champion Carlos Alcaraz Still Lives With His Parents In A $190,000 Apartment Above a Kebab Shop https://t.co/iMBs39DP6N pic.twitter.com/b5e07spnmu
— Barstool Sports (@barstoolsports) July 23, 2023
Sigur Alcaraz á Wimbledon mótinu tryggði honum 2.7 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé.