Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 08:11 Ein bygginging sem sögð er hafa skemmst vegna dróna í Moskvu í morgun. Rússar lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás, eins og þeir segja oft um meintar árásir Úkraínumanna. AP Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00
Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10
Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54