Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. júlí 2023 12:00 Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun