Myndbandið sýnir að mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti.
Flugvélin er sögð hafa brotlent nærri bænum Karystos á Evía-eyju, sem er eyja nærri Aþenu. AFP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Grikklandi að minnst tveir grískir flugmenn hafi verið um borð í flugvélinni þegar hún brotlenti.
Drama in #Greece as heroes extinguishing wildfire crash with a canadair R.I.P. pic.twitter.com/x7zHA5sXM5
— Pierre Crom (@PierreCrom) July 25, 2023
Flugvélin var af af gerðinni Canadair CL-215. Verið er að leita að áhöfn flugvélarinnar en Grikkir eru ekki vongóðir um að þeir muni finnast á lífi.
Umfangsmiklir og mannskæðir gróðureldar loga víða um Suður-Evrópu og Norður-Afríku.