„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2023 09:00 Olga Ýr segist enn að átta sig á því sem gerðist. Haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og glerhörð. instagram/olgaýr Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“ Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“
Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04