„Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 23:16 Óskar Hrafn var svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. „Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20
Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11