Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. júlí 2023 23:56 Sirrý Arnardóttir er venjulega ánægð með að hafa flugvöll nálægt heimili sínu. Það hefur breyst. Stöð 2 Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“ Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira