Allt í steik hjá Noregi og stjarnan brjáluð: „Verið traðkað á mér í heilt ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 09:00 Caroline Graham Hansen er í fýlu. getty/Ulrik Pedersen Þrátt fyrir að hafa á að skipa öflugu liði er Noregur enn án sigurs á HM. Það sem meira er virðist allt vera í steik í herbúðum liðsins. Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30