Týnd í fjögur ár en er nú fundin Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 10:35 Móðir stúlkunnar hélt úti Facebook-síðu um leitina að dóttur sinni. Þessa mynd birti hún fyrir tæpu ári síðan. Nú er dóttir hennar komin í leitirnar. Facebook Stúlka sem týndist þegar hún var fjórtán ára gömul fyrir um fjórum árum síðan er nú fundin. Stúlkan sem um ræðir gekk inn á lögreglustöð og óskaði eftir því að vera fjarlægð af listanum yfir týnt fólk. Alicia Navarro bjó í borginni Glendale í Arizona þegar hún týndist þann 15. september árið 2019. Hafin var leit að Navarro og var alríkislögreglan (e. FBI) meðal annars fengin til að aðstoða við leitina. Í grein NBC News um málið kemur fram að lögreglunni hafi borist þúsundir ábendinga um Navarro í gegnum árin. Á dögunum gekk Navarro svo inn á lögreglustöð í smábæ í Montana, sem er talsvert norðar í Bandaríkjunum, og sagði hver hún væri. Lögreglan í Glendale birti þessa mynd af Navarro þegar hún fannst.Glendale Police Department Scott Waite, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Glendale, segir að Navarro hafi upphaflega flúið af heimili sínu. Málið sé nú í rannsókn þar sem ekki er alveg skýrt hvernig hún komst til Montana. Þá segir Waite að Navarro hafi verið ein þegar hún mætti á lögreglustöðina. „Hún er ekki í neinum vandræðum. Hún á ekki yfir höfði sér neinar ákærur,“ segir Waite. Hann segir einnig að Navarro hafi hitt móður sína aftur á ný og að endurfundir þeirra hafi verið tilfinningalega yfirþyrmandi fyrir þær báðar. Segir fólki að halda í vonina Móðir Navarro birti myndbandsyfirlýsingu á Facebook-síðu sem tileinkuð var leitinni að dóttur sinni. Þar biður hún fólk sem var í svipaðri stöðu og hún að nota þetta mál sem dæmi til að halda í vonina. „Kraftaverkin gerast, aldrei missa vonina“ segir hún. „Ég er ekki með nein smáatirði en það mikilvæga er að hún er á lífi.“ Samkvæmt Jose Santiago, talsmanni lögreglunnar í Glendale, hefur Navarro beðið móður sína fyrirgefningar á því að hafa „látið hana ganga í gegnum þetta.“ Að hennar sögn var um óviljaverk að ræða. Hún vonast til þess að geta verið með móður sinni og haldið áfram með líf sitt. Bandaríkin Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Alicia Navarro bjó í borginni Glendale í Arizona þegar hún týndist þann 15. september árið 2019. Hafin var leit að Navarro og var alríkislögreglan (e. FBI) meðal annars fengin til að aðstoða við leitina. Í grein NBC News um málið kemur fram að lögreglunni hafi borist þúsundir ábendinga um Navarro í gegnum árin. Á dögunum gekk Navarro svo inn á lögreglustöð í smábæ í Montana, sem er talsvert norðar í Bandaríkjunum, og sagði hver hún væri. Lögreglan í Glendale birti þessa mynd af Navarro þegar hún fannst.Glendale Police Department Scott Waite, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Glendale, segir að Navarro hafi upphaflega flúið af heimili sínu. Málið sé nú í rannsókn þar sem ekki er alveg skýrt hvernig hún komst til Montana. Þá segir Waite að Navarro hafi verið ein þegar hún mætti á lögreglustöðina. „Hún er ekki í neinum vandræðum. Hún á ekki yfir höfði sér neinar ákærur,“ segir Waite. Hann segir einnig að Navarro hafi hitt móður sína aftur á ný og að endurfundir þeirra hafi verið tilfinningalega yfirþyrmandi fyrir þær báðar. Segir fólki að halda í vonina Móðir Navarro birti myndbandsyfirlýsingu á Facebook-síðu sem tileinkuð var leitinni að dóttur sinni. Þar biður hún fólk sem var í svipaðri stöðu og hún að nota þetta mál sem dæmi til að halda í vonina. „Kraftaverkin gerast, aldrei missa vonina“ segir hún. „Ég er ekki með nein smáatirði en það mikilvæga er að hún er á lífi.“ Samkvæmt Jose Santiago, talsmanni lögreglunnar í Glendale, hefur Navarro beðið móður sína fyrirgefningar á því að hafa „látið hana ganga í gegnum þetta.“ Að hennar sögn var um óviljaverk að ræða. Hún vonast til þess að geta verið með móður sinni og haldið áfram með líf sitt.
Bandaríkin Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira