Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2023 23:10 Tölvugerð mynd sýnir ísbað og heita laug á fyrirhuguðu Stracta-hóteli á Orustustöðum. Stracta Hotels Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áform Hreiðars á Orustustöðum en þar vonast hann til þess að geta hafið tíu milljarða króna hótelframkvæmdir fyrir veturinn. „Þetta er ekki venjulegt hótel. Það eru mjög stór herbergi og það er búið að hanna mikið af afþreyingu sem byggist á ísböðum og heitum laugum og allt þar á milli og þetta er allt keyrt á varmadælum,“ segir Hreiðar. Úr þessu rými horfa gestir til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Skaftafellsfjalla.Stracta Hotels Kuldinn sem myndast í eins megavatta varmadælum nýtist þannig ísböðunum um leið og þær framleiða hita. Þar sem ekki finnst jarðhiti á svæðinu segir Hreiðar að með þessum hætti verði kyndingarkostnaður aðeins um fimmtungur af því sem annars hefði orðið. Auk stígakerfis er gert ráð fyrir vatnasvæði við hótelið sem hægt verður að sigla um. Til vinstri má sjá þyrlu á lendingarpalli.Stracta Hotels Landrýmið á Brunasandi hyggst hann nýta til afþreyingar. „25 kílómetrar hannaðir hérna af hjólastígum, göngustígum, hestaleiðum og síðan stígum þannig að maður kemst með fólkið suður í fjöru.“ Gestum verður boðið að róa á bátum og fara í útreiðartúra.Stracta Hotels Tilgangurinn er að fá hótelgesti til lengri dvalar. „Almennur gistitími verði svona að meðaltali þrjár nætur, ekki minna. Þetta er „resort“. Þú getur verið hérna og haft þína afþreyingu í friði og ró,“ segir Hreiðar. Herbergi með útsýni til Öræfajökuls. Fyrir utan er fólk sýnt á skautum á svelli.Stracta Hotels Sveitarstjóri Skaftárhrepps, Einar Kristján Jónsson, segir að ekki hafi staðið á hreppnum að veita tilskilin leyfi. En Hreiðar þarf einnig rekstrarleyfi frá sýslumanni. „Þessar framkvæmdir eru náttúrlega háðar rekstrarleyfi og ef það er ekki vegsamband fyrir bjargir þá er nú hæpið að hann fái rekstrarleyfi frá opinberum aðilum,“ segir sveitarstjórinn. Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps.Einar Árnason Og þótt Hreiðar hafi nýlega haft betur í dómsmáli um notkun bráðabirgðavegar í deilu við eigendur nágrannajarðar þá þarf hann einnig að sækja til þeirra, sem og Vegagerðarinnar, um gerð varanlegs vegar. Algjör óvissa ríkir um hvernig það fer. Hreiðar er þegar byrjaður með íbúðagistingu á jörðinni á grundvelli bráðabirgðaleyfis og það var einnig veitt í óþökk nágranna hans. Hreiðar er þegar byrjaður að leigja út íbúðagistingu á Orustustöðum.Einar Árnason „Okkur er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig þessi maður fékk leyfi til framkvæmda og til rekstrar, starfsleyfi, að jörð sem hefur enga vegtengingu. En honum er veitt það leyfi,“ segir Þuríður Benediktsdóttir, eigandi Hraunbóls. „Þetta er bráðabirgðaleyfi miðað við þau mannvirki sem eru þar núna. En ef hann ætlar að fara að koma með tvöhundruð herbergja hótel þá þarf hann sjálfsagt að sækja um það að nýju,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Skaftárhreppur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. 10. júlí 2023 23:16 Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20 Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áform Hreiðars á Orustustöðum en þar vonast hann til þess að geta hafið tíu milljarða króna hótelframkvæmdir fyrir veturinn. „Þetta er ekki venjulegt hótel. Það eru mjög stór herbergi og það er búið að hanna mikið af afþreyingu sem byggist á ísböðum og heitum laugum og allt þar á milli og þetta er allt keyrt á varmadælum,“ segir Hreiðar. Úr þessu rými horfa gestir til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Skaftafellsfjalla.Stracta Hotels Kuldinn sem myndast í eins megavatta varmadælum nýtist þannig ísböðunum um leið og þær framleiða hita. Þar sem ekki finnst jarðhiti á svæðinu segir Hreiðar að með þessum hætti verði kyndingarkostnaður aðeins um fimmtungur af því sem annars hefði orðið. Auk stígakerfis er gert ráð fyrir vatnasvæði við hótelið sem hægt verður að sigla um. Til vinstri má sjá þyrlu á lendingarpalli.Stracta Hotels Landrýmið á Brunasandi hyggst hann nýta til afþreyingar. „25 kílómetrar hannaðir hérna af hjólastígum, göngustígum, hestaleiðum og síðan stígum þannig að maður kemst með fólkið suður í fjöru.“ Gestum verður boðið að róa á bátum og fara í útreiðartúra.Stracta Hotels Tilgangurinn er að fá hótelgesti til lengri dvalar. „Almennur gistitími verði svona að meðaltali þrjár nætur, ekki minna. Þetta er „resort“. Þú getur verið hérna og haft þína afþreyingu í friði og ró,“ segir Hreiðar. Herbergi með útsýni til Öræfajökuls. Fyrir utan er fólk sýnt á skautum á svelli.Stracta Hotels Sveitarstjóri Skaftárhrepps, Einar Kristján Jónsson, segir að ekki hafi staðið á hreppnum að veita tilskilin leyfi. En Hreiðar þarf einnig rekstrarleyfi frá sýslumanni. „Þessar framkvæmdir eru náttúrlega háðar rekstrarleyfi og ef það er ekki vegsamband fyrir bjargir þá er nú hæpið að hann fái rekstrarleyfi frá opinberum aðilum,“ segir sveitarstjórinn. Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps.Einar Árnason Og þótt Hreiðar hafi nýlega haft betur í dómsmáli um notkun bráðabirgðavegar í deilu við eigendur nágrannajarðar þá þarf hann einnig að sækja til þeirra, sem og Vegagerðarinnar, um gerð varanlegs vegar. Algjör óvissa ríkir um hvernig það fer. Hreiðar er þegar byrjaður með íbúðagistingu á jörðinni á grundvelli bráðabirgðaleyfis og það var einnig veitt í óþökk nágranna hans. Hreiðar er þegar byrjaður að leigja út íbúðagistingu á Orustustöðum.Einar Árnason „Okkur er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig þessi maður fékk leyfi til framkvæmda og til rekstrar, starfsleyfi, að jörð sem hefur enga vegtengingu. En honum er veitt það leyfi,“ segir Þuríður Benediktsdóttir, eigandi Hraunbóls. „Þetta er bráðabirgðaleyfi miðað við þau mannvirki sem eru þar núna. En ef hann ætlar að fara að koma með tvöhundruð herbergja hótel þá þarf hann sjálfsagt að sækja um það að nýju,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps.
Skaftárhreppur Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. 10. júlí 2023 23:16 Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20 Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. 10. júlí 2023 23:16
Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42