Hvað er siðblinda? Birgir Dýrfjörð skrifar 28. júlí 2023 10:31 Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun