Ný stjórn verður kjörin á fundinum sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík.
Einnig fjöllum við um uppsagnir hjá fiskvinnslufyrirtækinu Kambi í Hafnarfirði en 31 hefur verið sagt upp hjá fyrirtækinu.
Þá fjöllum við um dularfullan dauða tíu hunda á dögunum sem nú er í rannsókn hjá lögreglu og þá verður rætt við framkvæmdastjóra Bændasamtakanna um blóðmerahald en umræða um þá iðju hefur skotið upp kollinum á ný.