Lét gömlu liðsfélagana heyra það: „Stöngin var maður leiksins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2023 14:01 Megan Rapinoe, Alex Morgan og allar stjörnurnar í bandaríska landsliðinu í fótbolta voru hársbreidd frá því að falla út í riðlakeppni HM. getty/Carmen Mandato Carli Lloyd, ein besta fótboltakona allra tíma, var ekki hrifin af frammistöðu bandaríska landsliðsins gegn Portúgal og sagði það stálheppið að vera ekki úr leik á HM. Bandaríkin mættu Portúgal í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í morgun. Bandaríska liðinu dugði jafntefli til að komast áfram í sextán liða úrslit. Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna var sterkari aðilinn í leiknum en var samt hársbreidd frá því að tapa honum og falla úr leik. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Hefði hún skorað hefði hún sent heimsmeistarana heim með skottið á milli lappanna. Lloyd, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska liðinu, var ekki sátt með spilamennsku þess í leiknum mikilvæga í morgun. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. Hún gerði meðal annars þrennu í úrslitaleik HM 2015 þar sem Bandaríkin unnu Japan, 5-2. Lloyd er næstleikjahæst í sögu bandaríska landsliðsins og þriðja markahæst. Allar líkur eru á því að Bandaríkin mæti Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með sex stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með þrjú stig. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Bandaríkin mættu Portúgal í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í morgun. Bandaríska liðinu dugði jafntefli til að komast áfram í sextán liða úrslit. Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna var sterkari aðilinn í leiknum en var samt hársbreidd frá því að tapa honum og falla úr leik. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Hefði hún skorað hefði hún sent heimsmeistarana heim með skottið á milli lappanna. Lloyd, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska liðinu, var ekki sátt með spilamennsku þess í leiknum mikilvæga í morgun. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. Hún gerði meðal annars þrennu í úrslitaleik HM 2015 þar sem Bandaríkin unnu Japan, 5-2. Lloyd er næstleikjahæst í sögu bandaríska landsliðsins og þriðja markahæst. Allar líkur eru á því að Bandaríkin mæti Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með sex stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með þrjú stig.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira