Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 18:09 Theodór hefur starfað við sáttamiðlun í áratugi. Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. „Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt. Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt.
Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira