Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:58 Teikningar af svæðinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir veitingastað og manngerðu lóni meðal annars. LANDMÓTUN OG VA ARKITEKTAR Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira