Of algengt að fólk með geðrænan vanda falli á milli kerfa Lovísa Arnardóttir skrifar 3. ágúst 2023 13:01 Grímur segir það of algengt að mál fólks séu talin of flókin og þeim vísað á milli kerfi. Fórnarlambið sé svo einstaklingurinn sem fái enga þjónustu. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. Hann segir mál ungrar konu með taugaþroskaröskun sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær endurspegla vandann vel. Hann segir mál konunnar mjög sorglegt en á sama tíma birtingarmynd viðvarandi vanda í heilbrigðis- og félagskerfinu. Konan er með taugaþroskaröskun og vaknaði í mars með sambýlismann sinn látinn í rúminu. Frá því hefur hún verið í miklu áfalli og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Er birtingarmynd þess að einstaklingar lenda á milli þessara tveggja kerfa sem þó bæði eru fyrir okkur og ættu að vera eins því þetta er skattfé okkar sem fer í þessi tvö kerfi. Þegar niðurstaðan er sú að fólk fær ekki þjónustu sem það þarf á að halda, þá er það auðvitað mjög sorglegt.“ Fram kemur í viðtalinu við Svandísi og Sigþrúði í gær að þær hafi leitað aðstoðar á heilsugæslu, læknavakt, bráðamóttöku og á geðsviði en alls staðar verið vísað annað en Sigþrúður upplifði mikill áfall við það að vakna við látinn sambýlismann sinn í rúminu. Hann segir það augljóst, miðað við það sem kemur í fréttinni, að hún eigi heima á geðdeild og þurfi á áfallamiðaðri þjónustu að halda. „Hún þarf að fá áfallahjálp og það er greinilega að, miðað við það sem maður hefur lesið, að hún hafi verið í viðvarandi ofbeldissambandi og upplifir svo mikið áfall að vakna við hliðina á látnum einstaklingi, sem þó hafði beitt hana ofbeldi. Þetta er mikið álag og að sjálfsögðu þarf hún hjálp með það og þetta áfall virðist vera slíkt og með þeim afleiðingum með þessum mikla sjálfsskaða að auðvitað þarf hún mjög mikla faglega hjálp,“ segir Grímur og að þeirra mati ætti að vera hægt að fá hana á geðsviði. Á sama tíma segist hann þó skilja vanda geðsviðs sem hafi verið fjársvelt í langan tíma og að þar sé mikið álag. „Það vita það allir að það er mikið álag og starfsfólk þar að vinna undir miklu álagi sem bitnar að sjálfsögðu á þeirri þjónustu sem á að vera að veita og síðan að það er ekki verið að veita þjónustu,“ segir Grímur og að áfallateymi Landspítalans hafi ekki bolmagn til að sinna sínum verkefnum. Málum of oft ýtt í burtu Hann segir það of oft vera svo í heilbrigðis- eða félagslega kerfinu að málum sé ýtt í burtu þegar það þau verða of flókin. „Það bendir hver á annan og segir að þetta eigi heima, vegna fötlunar, hjá sveitarfélagi, eða öfugt þegar sveitarfélagið segir um að ræða flókinn heilbrigðisvanda sem eigi heima hjá ríki. En á milli er bara einstaklingur sem fær enga þjónustu og það er ekki hægt.“ Grímur telur lausnina ekki fólgna í því að búa til nýtt úrræði eða teymi. Fólk eigi að geta leitað eftir aðstoð og fengið hana án þess að málið sé flokkað og fært til eftir því sem eitthvað úrræði hentar ekki eða þjónustuaðili telur sig ekki geta aðstoðað. Hann segir Geðhjálp sjái of oft mál, þar sem vandinn er flókinn og fjölþættur, sem enda þá með því að fólk fær enga þjónustu en það var til dæmis tilfellið í máli ungs manns sem fjallað var um í júlímánuði sem var einhverfugreiningu, ADHD og svo mikinn fíknivanda. „Það virðist vera að einhverfugreining til dæmis flæki málið, sérstaklega á geðsviði, og svo þegar fíknivandi bætist við, verði málið enn flóknara og því miður er það þannig að fólki er vísað frá og fær ekki þjónustu. Þá er einhver annar sem á að sinna þjónustunni. Þetta er því miður of algengt því það er þannig að fólk með geðrænar áskoranir getur líka verið með einhverfu, fötlun eða einhvern annan vanda. Það þarf að meðhöndla bæði.“ Hann segir áríðandi að tekið sé á þessu strax og að bæði ríki og sveitarfélag þurfi að vinna saman. „Það getur ekki verið að fórnarlambið í þessum deilum, eða frávísunum, séu alltaf einhverjir einstaklingar. Það er alvarlegt mál.“ Telurðu þennan hóp stóran, sem fellur svona á milli? „Hann er of stór. Hvert tilfelli er of mikið. Við þekkjum mjög mörg svona dæmi, þar sem fólk fær ekki þjónustu vegna þess að það er eitthvað skilgreiningaratriði innan kerfis um hvað hver á að gera,“ segir Grímur. Spurður hvað hann myndi ráðleggja konu eins og Sigþrúði segir hann það sorglega staðreynd að ef fólk eigi peninga geti það keypt sér áfallameðferð en að það sé ekki á færi allra. Hann segir augljóst að eitthvað sé að í heilbrigðiskerfinu, biðlistar séu langir og sérstaklega í geðheilbrigðiskerfinu. „Við höfum bent á að umfang geðheilbrigðismála í heilbrigðiskerfinu er um 25 prósent en fjármagnið um fimm prósent af heild,“ segir Grímur og að hlutfallið eigi að vera í betra samræmi og í það minnsta yfir tíu prósent, sérstaklega með tilliti til þess hversu lengi kerfið hafi verið fjársvelt. Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn 2. ágúst 2023 19:17 „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Hann segir mál konunnar mjög sorglegt en á sama tíma birtingarmynd viðvarandi vanda í heilbrigðis- og félagskerfinu. Konan er með taugaþroskaröskun og vaknaði í mars með sambýlismann sinn látinn í rúminu. Frá því hefur hún verið í miklu áfalli og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Er birtingarmynd þess að einstaklingar lenda á milli þessara tveggja kerfa sem þó bæði eru fyrir okkur og ættu að vera eins því þetta er skattfé okkar sem fer í þessi tvö kerfi. Þegar niðurstaðan er sú að fólk fær ekki þjónustu sem það þarf á að halda, þá er það auðvitað mjög sorglegt.“ Fram kemur í viðtalinu við Svandísi og Sigþrúði í gær að þær hafi leitað aðstoðar á heilsugæslu, læknavakt, bráðamóttöku og á geðsviði en alls staðar verið vísað annað en Sigþrúður upplifði mikill áfall við það að vakna við látinn sambýlismann sinn í rúminu. Hann segir það augljóst, miðað við það sem kemur í fréttinni, að hún eigi heima á geðdeild og þurfi á áfallamiðaðri þjónustu að halda. „Hún þarf að fá áfallahjálp og það er greinilega að, miðað við það sem maður hefur lesið, að hún hafi verið í viðvarandi ofbeldissambandi og upplifir svo mikið áfall að vakna við hliðina á látnum einstaklingi, sem þó hafði beitt hana ofbeldi. Þetta er mikið álag og að sjálfsögðu þarf hún hjálp með það og þetta áfall virðist vera slíkt og með þeim afleiðingum með þessum mikla sjálfsskaða að auðvitað þarf hún mjög mikla faglega hjálp,“ segir Grímur og að þeirra mati ætti að vera hægt að fá hana á geðsviði. Á sama tíma segist hann þó skilja vanda geðsviðs sem hafi verið fjársvelt í langan tíma og að þar sé mikið álag. „Það vita það allir að það er mikið álag og starfsfólk þar að vinna undir miklu álagi sem bitnar að sjálfsögðu á þeirri þjónustu sem á að vera að veita og síðan að það er ekki verið að veita þjónustu,“ segir Grímur og að áfallateymi Landspítalans hafi ekki bolmagn til að sinna sínum verkefnum. Málum of oft ýtt í burtu Hann segir það of oft vera svo í heilbrigðis- eða félagslega kerfinu að málum sé ýtt í burtu þegar það þau verða of flókin. „Það bendir hver á annan og segir að þetta eigi heima, vegna fötlunar, hjá sveitarfélagi, eða öfugt þegar sveitarfélagið segir um að ræða flókinn heilbrigðisvanda sem eigi heima hjá ríki. En á milli er bara einstaklingur sem fær enga þjónustu og það er ekki hægt.“ Grímur telur lausnina ekki fólgna í því að búa til nýtt úrræði eða teymi. Fólk eigi að geta leitað eftir aðstoð og fengið hana án þess að málið sé flokkað og fært til eftir því sem eitthvað úrræði hentar ekki eða þjónustuaðili telur sig ekki geta aðstoðað. Hann segir Geðhjálp sjái of oft mál, þar sem vandinn er flókinn og fjölþættur, sem enda þá með því að fólk fær enga þjónustu en það var til dæmis tilfellið í máli ungs manns sem fjallað var um í júlímánuði sem var einhverfugreiningu, ADHD og svo mikinn fíknivanda. „Það virðist vera að einhverfugreining til dæmis flæki málið, sérstaklega á geðsviði, og svo þegar fíknivandi bætist við, verði málið enn flóknara og því miður er það þannig að fólki er vísað frá og fær ekki þjónustu. Þá er einhver annar sem á að sinna þjónustunni. Þetta er því miður of algengt því það er þannig að fólk með geðrænar áskoranir getur líka verið með einhverfu, fötlun eða einhvern annan vanda. Það þarf að meðhöndla bæði.“ Hann segir áríðandi að tekið sé á þessu strax og að bæði ríki og sveitarfélag þurfi að vinna saman. „Það getur ekki verið að fórnarlambið í þessum deilum, eða frávísunum, séu alltaf einhverjir einstaklingar. Það er alvarlegt mál.“ Telurðu þennan hóp stóran, sem fellur svona á milli? „Hann er of stór. Hvert tilfelli er of mikið. Við þekkjum mjög mörg svona dæmi, þar sem fólk fær ekki þjónustu vegna þess að það er eitthvað skilgreiningaratriði innan kerfis um hvað hver á að gera,“ segir Grímur. Spurður hvað hann myndi ráðleggja konu eins og Sigþrúði segir hann það sorglega staðreynd að ef fólk eigi peninga geti það keypt sér áfallameðferð en að það sé ekki á færi allra. Hann segir augljóst að eitthvað sé að í heilbrigðiskerfinu, biðlistar séu langir og sérstaklega í geðheilbrigðiskerfinu. „Við höfum bent á að umfang geðheilbrigðismála í heilbrigðiskerfinu er um 25 prósent en fjármagnið um fimm prósent af heild,“ segir Grímur og að hlutfallið eigi að vera í betra samræmi og í það minnsta yfir tíu prósent, sérstaklega með tilliti til þess hversu lengi kerfið hafi verið fjársvelt.
Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn 2. ágúst 2023 19:17 „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn 2. ágúst 2023 19:17
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01
Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01