Aaron Ramsdale opnar sig um fósturlát eiginkonu sinnar og fordóma í garð bróður síns Siggeir Ævarsson skrifar 3. ágúst 2023 23:45 Aaron Ramsdale átti ekki góða daga í janúar Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnaði sig um persónuleg málefni í aðsendri grein í Players Tribune í dag, þar sem hann greindi m.a. frá því að konan hans hafi misst fóstur í janúar. Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira