Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 08:01 Bergrós Björnsdóttir sést hér á verðlaunapallinum og að sjálfsögðu með íslenska fánann. Með henni eru Lucy McGonigle og Trista Smith. Instagram/@crossfitgames Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum. CrossFit Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum.
CrossFit Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn