Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 19:30 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er ánægður með störf lögreglu hingað til á Þjóðhátíð. Vísir/Sara Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“ Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira