Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. ágúst 2023 12:20 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman í brekkusöng í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki. Lögreglustjóri segir marga telja að um metfjölda gesta hafi verið að ræða en þó hafi allt farið vel fram. „Það er ljóst að þarna var gífurlegur fjöldi fólks og lögregla hafði bara mjög rólega nótt framan af. En undir morgun þá var erill vegna ölvunar en engin stórvægileg mál komu upp í nótt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir enga alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglu um helgina en nokkur minniháttar brot hafi verið tilkynnt. Lögregla hafi verið með töluverð afskipti vegna ölvunar og nokkurra fíkniefnamála sem voru þó færri en undanfarnar nætur. Að sögn Karls Gauta bárust tilkynningar um nokkrar minniháttar líkamsárásir og tvö til þrjú áreitnismál en ekkert alvarlegt kynferðisbrot. Þétt dagskrá var í Eyjum um helgina. Vísir/Elísabet Hanna „Allavega núna rétt undir hádegi lítur þetta út fyrir að vera með bestu Þjóðhátíðum frá löggæslulegu sjónarmiði séð,“ segir Karl Gauti sem bætir þó við að þetta sé ekki búið fyrr en allir séu komnir til síns heima. Mikill fjöldi fólks sé enn í Vestmannaeyjum og hann hvetji fólk til að fara varlega svo það komist heim heilu og höldnu. Annasamara hjá lögreglunni á Akureyri á lokasprettinum Helgin fór einnig almennt vel fram á Akureyri og var lítið um mál þar til í nótt þegar eitthvað bar á vandamálum tengdum ölvun og óspektum í miðbænum. Þar fór skemmtanahald fram eftir að botninn var sleginn í hátíðina Eina með öllu með veglegum Sparitónleikum á leikhúsflötinni. Þetta segir Kári Erlingsson, vakthafandi varðstjóri, sem veit ekki til þess að tilkynningar um kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál hafi komið inn á borð lögreglu. Botn var sleginn í bæjarhátíðina Eina með öllu með tónleikum þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fjölda annarra listamanna. Ein með öllu „Það var margt fólk í bænum og á svæðinu í Eyjafirði en búið að fara mjög vel fram alla helgina. Næturnar eru búnar að ganga bara vel þangað til svona seinni partinn í nótt, þá voru kannski einhverjir orðnir þreyttir,“ segir Kári en bætir við að engin stórmál hafi komið upp. „Menn eru annars búnir að vera mjög ánægðir með hvernig menn hafa hegðað sér hérna í bænum.“ Nokkuð um ölvunarakstur á Suðurlandi Helgin gekk sömuleiðis sómasamlega fyrir sig á Suðurlandi, að sögn aðalvarðstjóra. Mikil áhersla hafi verið lögð á umferðareftirlit og á þriðja tug mála komið upp þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Von er á mikilli umferð í gegnum umdæmið í dag, ekki síst frá Landeyjahöfn þegar fólk leggur heim á leið frá Vestmannaeyjum. Tvö minniháttar fíkniefnavörslumál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi um helgina sem aðalvarðstjóri segir að öðru leyti hafa verið stórtíðindalaus. Einnig fór allt vel fram um helgina á Flúðum og í Neskaupstað, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum en þar fóru fram fóru bæjarhátíðirnar Flúðir um versló og Neistaflug. Akureyri Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks kom saman í brekkusöng í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki. Lögreglustjóri segir marga telja að um metfjölda gesta hafi verið að ræða en þó hafi allt farið vel fram. „Það er ljóst að þarna var gífurlegur fjöldi fólks og lögregla hafði bara mjög rólega nótt framan af. En undir morgun þá var erill vegna ölvunar en engin stórvægileg mál komu upp í nótt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir enga alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglu um helgina en nokkur minniháttar brot hafi verið tilkynnt. Lögregla hafi verið með töluverð afskipti vegna ölvunar og nokkurra fíkniefnamála sem voru þó færri en undanfarnar nætur. Að sögn Karls Gauta bárust tilkynningar um nokkrar minniháttar líkamsárásir og tvö til þrjú áreitnismál en ekkert alvarlegt kynferðisbrot. Þétt dagskrá var í Eyjum um helgina. Vísir/Elísabet Hanna „Allavega núna rétt undir hádegi lítur þetta út fyrir að vera með bestu Þjóðhátíðum frá löggæslulegu sjónarmiði séð,“ segir Karl Gauti sem bætir þó við að þetta sé ekki búið fyrr en allir séu komnir til síns heima. Mikill fjöldi fólks sé enn í Vestmannaeyjum og hann hvetji fólk til að fara varlega svo það komist heim heilu og höldnu. Annasamara hjá lögreglunni á Akureyri á lokasprettinum Helgin fór einnig almennt vel fram á Akureyri og var lítið um mál þar til í nótt þegar eitthvað bar á vandamálum tengdum ölvun og óspektum í miðbænum. Þar fór skemmtanahald fram eftir að botninn var sleginn í hátíðina Eina með öllu með veglegum Sparitónleikum á leikhúsflötinni. Þetta segir Kári Erlingsson, vakthafandi varðstjóri, sem veit ekki til þess að tilkynningar um kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál hafi komið inn á borð lögreglu. Botn var sleginn í bæjarhátíðina Eina með öllu með tónleikum þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fjölda annarra listamanna. Ein með öllu „Það var margt fólk í bænum og á svæðinu í Eyjafirði en búið að fara mjög vel fram alla helgina. Næturnar eru búnar að ganga bara vel þangað til svona seinni partinn í nótt, þá voru kannski einhverjir orðnir þreyttir,“ segir Kári en bætir við að engin stórmál hafi komið upp. „Menn eru annars búnir að vera mjög ánægðir með hvernig menn hafa hegðað sér hérna í bænum.“ Nokkuð um ölvunarakstur á Suðurlandi Helgin gekk sömuleiðis sómasamlega fyrir sig á Suðurlandi, að sögn aðalvarðstjóra. Mikil áhersla hafi verið lögð á umferðareftirlit og á þriðja tug mála komið upp þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Von er á mikilli umferð í gegnum umdæmið í dag, ekki síst frá Landeyjahöfn þegar fólk leggur heim á leið frá Vestmannaeyjum. Tvö minniháttar fíkniefnavörslumál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi um helgina sem aðalvarðstjóri segir að öðru leyti hafa verið stórtíðindalaus. Einnig fór allt vel fram um helgina á Flúðum og í Neskaupstað, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum en þar fóru fram fóru bæjarhátíðirnar Flúðir um versló og Neistaflug.
Akureyri Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30