Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 07:50 Meta segir það munu taka einhverja mánuði að gera umræddar breytingar en yfirvöld í Noregi segja það óásættanlegt. Getty/Anadolu Agency/Tayfun Coskun Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Eftirlitsstofnunin Datatilsynet komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Meta væri óheimilt að safna persónuupplýsingum einstaklinga, til að mynda upplýsingum um staðsetningu þeirra, í þeim tilgangi að sníða auglýsingar að hverjum og einum notanda. Meta fékk frest til 4. ágúst til að sýna fram á að gerðar hefðu verið breytingar til að mæta niðurstöðunni en fyrirtækið segir umræddar breytingar, sem fela meðal annars í sér að notendur verða beðnir leyfis, munu taka einhverja mánuði. Tobias Judin, yfirmaður alþjóðasviðs Datatilsynet, segir þetta hins vegar óásættanlegt og að fyrirtækið þurfi að láta af allri söfnun persónuupplýsinga þar til notendur geta gefið upplýst samþykki. Dagsektirnar verða í gildi til 3. nóvember en þá mun stofnunin geta farið fram á það við European Data Protection Board að þær verði gerðar varanlegar. Ef EDPB leggur blessun sína yfir ákvörðun Datatilsynet gætu afleiðingarnar orðið þær að ákvörðunin næði til allrar Evrópu. Judin segir að á meðan Meta grípi ekki til viðeigandi ráðstafana sé það að brjóta gegn réttindum fólks. Meta Noregur Persónuvernd Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Eftirlitsstofnunin Datatilsynet komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Meta væri óheimilt að safna persónuupplýsingum einstaklinga, til að mynda upplýsingum um staðsetningu þeirra, í þeim tilgangi að sníða auglýsingar að hverjum og einum notanda. Meta fékk frest til 4. ágúst til að sýna fram á að gerðar hefðu verið breytingar til að mæta niðurstöðunni en fyrirtækið segir umræddar breytingar, sem fela meðal annars í sér að notendur verða beðnir leyfis, munu taka einhverja mánuði. Tobias Judin, yfirmaður alþjóðasviðs Datatilsynet, segir þetta hins vegar óásættanlegt og að fyrirtækið þurfi að láta af allri söfnun persónuupplýsinga þar til notendur geta gefið upplýst samþykki. Dagsektirnar verða í gildi til 3. nóvember en þá mun stofnunin geta farið fram á það við European Data Protection Board að þær verði gerðar varanlegar. Ef EDPB leggur blessun sína yfir ákvörðun Datatilsynet gætu afleiðingarnar orðið þær að ákvörðunin næði til allrar Evrópu. Judin segir að á meðan Meta grípi ekki til viðeigandi ráðstafana sé það að brjóta gegn réttindum fólks.
Meta Noregur Persónuvernd Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira