Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 21:55 Dagur ásamt starfsmönnum sínum Gabríel Mána og Fannari Guðna sem stóðu í ströngu í dalnum yfir helgina. facebook Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. „Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum. Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
„Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira