„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 13:50 Eiríkur segist hafa áhyggjur af því hvaða hugmyndir um íslenskuna slíkar nafnabreytingar opinberi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. „Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní. Verslun Íslensk tunga Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní.
Verslun Íslensk tunga Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira